SAMANBURÐARRANNSÓKN

Íslensk erfðagreining hefur falið starfsfólki Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna að leita eftir þátttöku fólks í samanburðarhópi, en erfðaefni þeirra verður notað sem samanburðarsýni í rannsóknum á fjölda sjúkdóma, svo sem krabbameina, sykursýki og hjartasjúkdóma.

Til að mynda þennan samanburðarhóp býður Íslensk erfðagreining þeim að taka þátt sem hafa ekki áður tekið þátt í rannsóknum ÍE, koma frá ólíkum landsvæðum og eru orðnir 18 ára.

Sumir eru valdir úr ættfræðigrunni ÍE á dulkóðuðum kennitölum, sem voru síðan afkóðaðar með sérstökum hugbúnaði sem hlotið hefur samþykki Persónuverndar. Íslensk erfðagreining hefur ekki dulkóðunarlykilinn undir höndum, en hann er varðveittur af fulltrúa Persónuverndar.

Rannsóknin hefur hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og var tilkynnt til Persónuverndar eins og lög gera ráð fyrir.

Nánari upplýsingar má fá hjá Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í síma 520-2800 og á vefnum www.rannsokn.is.

Söfnunarátakinu ÚTKALLI Í ÞÁGU VÍSINDA er nú lokið. Upplýsingar um samanburðarrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er að finna á vef Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna.

deCODE genetics logo
Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna logo
Íslendingabók logo