Átta íslenskir vísindamenn eru í hópi 4.000 áhrifamestu vísindamanna heims, þar af starfa sex þeirra hjá Íslenskri erfðagreiningu samkvæmt lista greiningarfyrirtækisins Clarivate Analytics. Þetta eru þau Kári Stefánsson, Unnur Þorsteinsdóttir, Daníel F. Guðbjartsson, Valgerður Steinþórsdóttir, Guðmar Þorleifsson og Hreinn Stefánsson hjá Íslenskri erfðagreiningu. Jón Atli Benediktsson, Thor Aspelund og Þorsteinn Loftsson hjá Háskóla Íslands og Vilmundur Guðnason hjá Hjartavernd.

Daníel F. Guðbjartsson

Listinn nær til þess eins prósents vísindamanna innan hverrar fræðigreinar sem mest er vitnað til í vísindagreinum sem birtast í alþjóðlegum vísindatímaritum. Listinn byggist á gögnum úr gagnabankanum Web of Science. Þetta er í fimmta sinn sem Clarivate Analytics birtir slíkan lista en hann nær til rúmlega 4.000 vísindamanna. Íslensku vísindamönnunum í þessum hópi fjölgar um tvo á milli ára. Alls eru þrettán á listanum með tengsl við íslensk fyrirtæki eða vísindasamfélagið hér, átta Íslendingar og fimm af öðru þjóðerni. Sjö þeirra starfa fyrir Íslenska erfðagreiningu.

Deila!