Áfallasaga kvenna – fyrstu niðurstöður kynntar.

Á einu ári hafa um 30.000 konur á Íslandi skráð sig til þátttöku í rannsóknina Áfallasaga kvenna en skráning nýrra þátttakenda stendur yfir fram á vor. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars, kynntu aðstandendur rannsóknarinnar fyrstu niðurstöður og framtíðaráform. 

Dagskrá

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Alma Möller, landlæknir

Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands: Áfallasaga kvenna – fyrstu niðurstöður

Stefanía Sigurðardóttir, fyrrverandi markaðsstjóri: Af áföllum og kulnun – reynslusaga

Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar: Erfðir, umhverfi og heilsufar

Fundarstjóri: Arna Hauksdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands