11 af 12 bestu erfðavísindamönnum landsins koma frá Íslenskri erfðagreiningu, þar af er Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins fremstur í flokki en hann er fimmti besti erfðavísindamaður í heimi, samkvæmt Research.com.
Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri hjá ÍE sem nýverið tók við stöðu forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, er í 26 sæti yfir bestu erfðavísindamenn í heimi. Unnur er jafnframt besta vísindakona Evrópu samkvæmt nýrri samantekt á framlagi kvenna til vísindanna og sú fimmta áhrifamesta í heimi.
Listinn yfir bestu vísindakonurnar byggist á greiningu á rannsóknaframlagi yfir 160 þúsund vísindakvenna. Í hópi þeirra eitthundrað efstu er engin önnur íslensk kona.
Aðrir starfsmenn ÍE sem eru í hópi 12 bestu erfðavísindamanna í heimi eru Daníel F. Guðbjartsson, Guðmar Þorleifsson, Hreinn Stefánsson, Patrick Sulem. Agnar Helgason. Gísli Másson, Bjarni V. Halldórsson, Þórunn Rafnar og Valgerður Steinþórsdóttir,
Research.com er vettvangur miðlunar um rannsóknir, vísindaráðstefnur og vísindamenn og birtir reglulega ýmsa lista yfir framúrskarandi tímarit, vísindamenn og ráðstefnur á ólíkum fræðasviðum.