Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sem birist í Nature Communications dregur fram hvernig líkamsþyngdarstuðull (BMI) hefur áhrif á hættu á ýmsum sjúkdómum og öðrum fylgikvillum. Rannsóknin, sem notaði erfðagögn frá Íslandi og breska lífsýnabankanum (UK Biobank), skoðaði hvort hægt væri að útskýra sjúkdómshættu sem tengist erfðabreytileikum í BMI með líkamsþyngd.
Niðurstöðurnar sýndu að fyrir suma sjúkdóma, eins og fitulifur, glúkósaóþol og liðskipti á hnjám, hurfu tengsl erfðabreytileika við sjúkdóm þegar tekið var tillit til líkamsþyngdarstuðuls, BMI. Fyrir aðra sjúkdóma, eins og sykursýki af tegund 2, hjartabilun og heilablóðfall, minnkuðu áhrifin til muna ef líkamsþyngdarstuðull lækkaði, en voru ekki alveg útskýrð með BMI.
Rannsóknin leiddi í ljós svipaðar niðurstöður hjá körlum og konum, þótt nokkur kynjamunur væri, sérstaklega varðandi hjartaáföll, sem bendir til þess að kyn geti haft áhrif á hvernig BMI hefur áhrif á hættuna á sjúkdómum. Vísindamennirnir benda einnig á að aðrir þættir, eins og breytingar á BMI yfir tíma eða aðrir þættir sem tengjast sterkt við BMI, geti skýrt þau áhrif sem eftir standa.
Þessi rannsókn undirstrikar því alvarleika, líkamsþyngdarstuðulsins BMI og tengsl hans við sjúkdóma.