ÞEKKING Í ALLRA ÞÁGU
Þegar erfðavísar finnast, sem tengjast sjúkdómum, opnast möguleikar til að bæta líf og heilsu.
VITNESKJAN GETUR NÝST TIL AÐ
auka skilning á eðli sjúkdóma og starfsemi mannslíkamans
finna fólk sem er í aukinni hættu á að veikjast af tilteknum sjúkdómum og leiðbeina því um viðeigandi læknismeðferð eða breytingar á lífsvenjum.
þróa ný og betri lyf
EKKI BARA SJÚKDÓMAR
Meir en 160.000 Íslendingar hafa tekið þátt í rannsóknum okkar og gefið lífsýni og samþykki til að upplýsingar um arfgerðir þeirra og heilsufar eða lífshætti séu notaðar. Persónuauðkenni eru dulkóðuð og aftengd einstaklingum. Allra gagna og lífsýna er gætt í traustum geymslum með öflugri öryggisvörslu.
Með Íslendingabók og þekkingu þjóðarinnar á sögu sinni, ættum og uppruna að vopni, hafa vísindamennirnir okkar síðan einstaka möguleika til að vinna úr þessum efnivið.
Íslensk erfðagreining hefur fundið fjölda erfðabreytileika sem tengjast sjúkdómum.
Uppgötvanir okkar gegna þegar mikilvægu hlutverki í vinnu öflugra lyfjafyrirtækja við þróun nýrra lyfja, m.a við kransæðasjúkdómum og Alzheimer.
Afrakstur rannsóknanna hefur þannig orðið þýðingarmikill þáttur framfara i líf- og læknisfræði á síðustu tveimur áratugum.
Fjöldi þess kemur frá íslenskum mennta- og heilbrigðisstofnunum, ekki síst læknadeild Háskóla Íslands og Landspítala. Við höfum einnig átt góða samvinnu við styrktarfélög og samtök sjúklinga og áhugafólks.
Við eigum stórt net erlendra samstarfsaðila við háskóla og sjúkrahús vestan hafs og austan og fjölmargir þeirra vinna hérlendis með okkur að verkefnum um lengri eða skemmri tíma.
OPIÐ HÚS
Á vefsíðu Íslenskrar erfðagreiningar er að finna margskonar upplýsingar um eðli og erfðir sjúkdóma sem við erum að vinna við.